Unnar verði leiðbeiningar á grundvelli reynslu íslenskra hagaðila og erlendis frá, um hvernig rífa megi niður mannvirki þannig að sem mest verðmæti haldist í byggingarefnum. Fundnar verði leiðir þannig að verðmæti rýrni ekki, efnin séu nýtt þar sem þau eru verðmætust og förgun sé í lágmarki. Byggt verði meðal annars á rannsóknarverkefnum Grænni byggðar um byggingarúrgang og leiðbeiningum heilbrigðiseftirlitsins um niðurrif húsa og annarra bygginga. Skoða hvort hægt sé að setja kröfu um skil á ástandi húss sem fyrirhugað er að rífa, fyrir útgáfu leyfis um niðurrif. Þannig verði metið hvort ástand hússins kalli á niðurrif. Einnig skoða kröfu um að áætlun um endurnotkun byggingarefna fylgi með.
Markmið: Að stuðla að því að við niðurrif og undirbúning þeirra sé ávallt tekið tillit til hringrásarhagkerfisins, það er endurnotkunar, endurvinnslu og annarrar endurnýtingar á þeim byggingarefnum og byggingarhlutum sem falla til.
Ábyrgð: Grænni byggð.
Samstarfsaðilar: HMS, hönnuðir, byggingarverktakar, móttökuaðilar úrgangs, endurvinnslufyrirtæki, menntastofnanir.
Tími: 2023-2024.