4.9. Gefa út leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og á endurbótum
Á grundvelli niðurstaðna úr aðgerð 4.2., reynslu innlendra hagaðila og erlendis frá, verði unnar leiðbeiningar um endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og við endurbætur þeirra.
Hönnun þarf að taka mið af niðurrifi, endurbótum eða breytingum mannvirkja, þannig að byggingar geti til dæmis tekið ný hlutverk á æviskeiðinu.
Markmið: Að stuðla að því að við hönnun endurbóta og nýrra mannvirkja sé ávallt tekið tillit til hringrásarhagkerfisins og loka líftíma mannvirkja, þ.e. til niðurrifs, undirbúnings endurnotkunar, endurvinnslu og annarrar endurnýtingar.
Ábyrgð: Grænni byggð.
Tími: 2023-2024.